Heiður að spila einleik á hátíðartónleikunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2015 13:00 Einleikararnir Lilja og Ásta Kristín ætla að taka því rólega í dag og undirbúa sig andlega undir kvöldið. „Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira