Dagur Norðurlanda Eygló Harðardóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun