Leggðu land undir fót til Mývatns um bænadagana Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2015 13:30 Laufey Sigurðardóttir stendur nú fyrir hátíðinni fyrir kammertónlistarunnendur átjánda árið í röð. Visir/Daníel Um páskana er fyrirhuguð tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit á páskum 2015 en þessi skemmtilega hátíð er nú haldin í átjánda sinn. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur haft veg og vanda af hátíðinni frá upphafi og hún segir að hátíðin að þessu sinni samanstandi af tvennum tónleikum. „Fyrri tónleikarnir verða í Skjólbrekku á skírdag kl. 20 og þar verða flutt íslensk sönglög, antík og óperuaríur, dúettar og píanótríó eftir Brahms í H-dúr. Seinni tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa kl. 21.00. Þar verður flutt píanótríó eftir Mozart ásamt fjölda sönglaga íslenskra og erlendra sem hæfa stundinni og staðnum,“ segir Laufey, sem er jafnframt afar ánægð með það tónlistarfólk sem tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær. Auk Laufeyjar fiðluleikara eru flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og erlendir gestir þau Ellen Bridger, sellóleikari frá Bandaríkjunum, og ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti sem Íslendingum er að góðu kunnur. Gestasöngvari er Ásgeir Böðvarsson bassi. „Mér er því óhætt að hvetja unnendur góðrar kammertónlistar til þess að leggja land undir fót um bænadagana til þess að njóta góðrar tónlistar í fögru umhverfi.“ Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um páskana er fyrirhuguð tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit á páskum 2015 en þessi skemmtilega hátíð er nú haldin í átjánda sinn. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur haft veg og vanda af hátíðinni frá upphafi og hún segir að hátíðin að þessu sinni samanstandi af tvennum tónleikum. „Fyrri tónleikarnir verða í Skjólbrekku á skírdag kl. 20 og þar verða flutt íslensk sönglög, antík og óperuaríur, dúettar og píanótríó eftir Brahms í H-dúr. Seinni tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa kl. 21.00. Þar verður flutt píanótríó eftir Mozart ásamt fjölda sönglaga íslenskra og erlendra sem hæfa stundinni og staðnum,“ segir Laufey, sem er jafnframt afar ánægð með það tónlistarfólk sem tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær. Auk Laufeyjar fiðluleikara eru flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og erlendir gestir þau Ellen Bridger, sellóleikari frá Bandaríkjunum, og ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti sem Íslendingum er að góðu kunnur. Gestasöngvari er Ásgeir Böðvarsson bassi. „Mér er því óhætt að hvetja unnendur góðrar kammertónlistar til þess að leggja land undir fót um bænadagana til þess að njóta góðrar tónlistar í fögru umhverfi.“
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira