Um Ævar Jóhannesson Guðríður Arnardóttir skrifar 16. apríl 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun