Eldri borgarar eiga að lifa með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 22. apríl 2015 09:15 Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun