Grundvallarbreyting sem má ekki verða Jón Steinsson skrifar 29. apríl 2015 08:45 Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Steinsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun