Um verkföll á Rannsóknarsviði Landspítalans Yfirlæknar skrifar 9. maí 2015 07:00 Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar