ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Einungis lítill hluti flóttamanna frá Ramadi gistir nú í tjöldum. Meirihlutinn sefur undir berum himni. Nordicphotos/AFP Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48
Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00
Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14
Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32
ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21