Að slátra gullgæsinni Árni Páll Árnason skrifar 27. maí 2015 07:00 Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar