Ætla ekki að líkja mér við Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2015 08:30 Jóhann Berg er í flottu formi og á örugglega eftir að gera Tékkum lífið leitt á morgun. fréttablaðið/getty „Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
„Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira