Hatið mig Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Hinsegin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun
Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun