Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Þessi tvítuga sundkona hefur heldur betur slegið í gegn í Kazan. Vísir/Stefán „Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn. Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn.
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55
Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10