Ærðir álitsgjafar Páll Magnússon skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar