Látum teikningarnar skríða upp á vegginn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:45 Þær Marta María og Hulda hafa lengi alið með sér draum um að sýna saman. Nú er hann að verða að veruleika í Listasafni ASÍ og hér standa þær við verk eftir Mörtu Maríu. Vísir/Stefán Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða. Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira
Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða.
Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira