Menntun skal metin til launa Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 7. janúar 2016 07:00 BHM hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna laga nr. 31/2015 sem sett voru á Alþingi 13. júní sl. Bandalagið telur sér skylt að leita réttar síns utan landsteinanna þó seint verði sagt að sú skylda sé ljúf. 19 aðildarfélög BHM voru með lausa samninga hjá ríkinu í upphafi árs en 18 þeirra fóru saman í viðræður. Hvorki gekk né rak að fá samninganefnd ríkisins til efnislegra viðræðna um kröfur félaganna og kjaradeilan endaði á borði ríkissáttasemjara. Það bar ekki heldur árangur. Þegar upp var staðið höfðu verkfallsaðgerðir staðið í 10 vikur en þeim lauk með því að samningsrétturinn var tekinn af aðildarfélögum BHM með lagasetningu á Alþingi. Það er umhugsunarvert að í stað þess að gera sitt til að koma í veg fyrir verkföll og ganga til samninga um málefnalegar kröfur aðildarfélaga BHM, kröfur sem að mati BHM fóru saman við hagsmuni ríkisins, kaus ríkisvaldið að efna til ófriðar við starfsfólk sitt hjá mörgum af lykilstofnunum hins opinbera. Þá afstöðu munu félagsmenn BHM seint skilja.Menntunarákvæði gerðardóms Gerðardómur sýndi kröfum BHM meiri skilning en samninganefnd ríkisins. Í niðurstöðu hans segir m.a.: „Þegar allt er skoðað er það mat gerðardóms að ákvörðun hans feli ekki í sér meiri hækkun en þegar hefur verið samið um í öðrum kjarasamningum og því ekki til þess fallin að valda efnahagslegum óstöðugleika umfram aðra kjarasamninga sem nú þegar hafa verið gerðir.“ Þessu hafði margoft verið haldið fram við samningaborðið. Að auki steig gerðardómur mikilvægt skref með því að viðurkenna kröfu BHM um að háskólamenntun skuli metin til launa með sérstöku menntunarákvæði sem skal útfært fyrir 1. júní 2016. Það er mikilvægt að hafa í huga að lög nr. 31/2015 og niðurstaða gerðardóms er ekki fengin í frjálsum samningum aðila á vinnumarkaði og bindur hendur aðildarfélaganna 18 til ágústloka 2017 en félögunum er óheimilt að knýja fram breytingar með vinnustöðvunum á gildistíma dómsins. Aðalkrafa BHM um að menntun skuli metin til launa er sem fyrr segir byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Því er það BHM undrunarefni að niðurstaða sem fengin er með þessum hætti skuli vera orðin viðmið allra annarra á íslenskum vinnumarkaði.Hvað er þetta SALEK? BHM tekur þátt í samstarfi aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi undir hatti Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagslegar forsendur kjarasamninga (SALEK). Á vettvangi nefndarinnar hefur verið unnið að upplýsingaöflun og skýrslugerð um vinnumarkaðinn í aðdraganda kjarasamninga áranna 2013 og 2015. Frá því í haust hefur nefndin rætt möguleika á innleiðingu samningamódels fyrir íslenskan vinnumarkað að norrænni fyrirmynd. Í því sambandi er gott að hafa í huga að á Norðurlöndunum eru samningamódelin langt frá því að vera eins þótt ákveðnir grunnþættir á vinnumarkaði séu sambærilegir. BHM tekur þátt í þessu mikilvæga starfi af metnaði og bindur vonir við að samstaða náist um breytt og bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð á grundvelli efnahagslegs stöðugleika og jafns vaxtar kaupmáttar til langs tíma. Innan slíks kerfis þarf samfélagslegt mikilvægi háskólamenntunar að njóta skilnings og sannmælis. Vert er að benda á að í nágrannalöndum okkar byggir samningalíkanið á náinni samvinnu heildarsamtaka vinnumarkaðarins og stjórnvalda, sem gegna lykilhlutverki í því að viðhalda trausti og samstöðu um það. Breið samstaða á vettvangi verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að innleiða íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Slíkt líkan þarf t.a.m. að þola ríkisstjórnaskipti og mannabreytingar í forystuliði vinnumarkaðarins. Formenn aðildarfélaga BHM hafa vaxandi áhyggjur af stöðu yngsta hópsins innan raða bandalagsins. Kynslóð þeirra sem nú eru á þrítugs- og fertugsaldri ber þungar byrðar á Íslandi eftir-hrunsáranna. Húsnæðis- og lánakjör sliga marga fjölskylduna. Endurgreiðslur námslána nema tæpum mánaðarlaunum ár hvert. Nýsköpun á vinnumarkaði er með minnsta móti og velferðarkerfið þykir ekki lengur sérstök ástæða til búsetu hér á landi. Staðan er í einu orði sagt óviðunandi. Innan BHM eru 28 aðildarfélög háskólamenntaðra sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. 65% félagsmanna eru konur. Hlutfall félagsmanna sem starfa í einkageiranum fer vaxandi. Það er brýnt samfélagslegt verkefni að skapa forsendur fyrir öfluga nýsköpun og metnaðarfulla almannaþjónustu, þannig að háskólamenntað fólk sækist eftir því að lifa og starfa á Íslandi. Þannig er framtíðarhagsmunum samfélagsins alls best þjónað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
BHM hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna laga nr. 31/2015 sem sett voru á Alþingi 13. júní sl. Bandalagið telur sér skylt að leita réttar síns utan landsteinanna þó seint verði sagt að sú skylda sé ljúf. 19 aðildarfélög BHM voru með lausa samninga hjá ríkinu í upphafi árs en 18 þeirra fóru saman í viðræður. Hvorki gekk né rak að fá samninganefnd ríkisins til efnislegra viðræðna um kröfur félaganna og kjaradeilan endaði á borði ríkissáttasemjara. Það bar ekki heldur árangur. Þegar upp var staðið höfðu verkfallsaðgerðir staðið í 10 vikur en þeim lauk með því að samningsrétturinn var tekinn af aðildarfélögum BHM með lagasetningu á Alþingi. Það er umhugsunarvert að í stað þess að gera sitt til að koma í veg fyrir verkföll og ganga til samninga um málefnalegar kröfur aðildarfélaga BHM, kröfur sem að mati BHM fóru saman við hagsmuni ríkisins, kaus ríkisvaldið að efna til ófriðar við starfsfólk sitt hjá mörgum af lykilstofnunum hins opinbera. Þá afstöðu munu félagsmenn BHM seint skilja.Menntunarákvæði gerðardóms Gerðardómur sýndi kröfum BHM meiri skilning en samninganefnd ríkisins. Í niðurstöðu hans segir m.a.: „Þegar allt er skoðað er það mat gerðardóms að ákvörðun hans feli ekki í sér meiri hækkun en þegar hefur verið samið um í öðrum kjarasamningum og því ekki til þess fallin að valda efnahagslegum óstöðugleika umfram aðra kjarasamninga sem nú þegar hafa verið gerðir.“ Þessu hafði margoft verið haldið fram við samningaborðið. Að auki steig gerðardómur mikilvægt skref með því að viðurkenna kröfu BHM um að háskólamenntun skuli metin til launa með sérstöku menntunarákvæði sem skal útfært fyrir 1. júní 2016. Það er mikilvægt að hafa í huga að lög nr. 31/2015 og niðurstaða gerðardóms er ekki fengin í frjálsum samningum aðila á vinnumarkaði og bindur hendur aðildarfélaganna 18 til ágústloka 2017 en félögunum er óheimilt að knýja fram breytingar með vinnustöðvunum á gildistíma dómsins. Aðalkrafa BHM um að menntun skuli metin til launa er sem fyrr segir byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Því er það BHM undrunarefni að niðurstaða sem fengin er með þessum hætti skuli vera orðin viðmið allra annarra á íslenskum vinnumarkaði.Hvað er þetta SALEK? BHM tekur þátt í samstarfi aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi undir hatti Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagslegar forsendur kjarasamninga (SALEK). Á vettvangi nefndarinnar hefur verið unnið að upplýsingaöflun og skýrslugerð um vinnumarkaðinn í aðdraganda kjarasamninga áranna 2013 og 2015. Frá því í haust hefur nefndin rætt möguleika á innleiðingu samningamódels fyrir íslenskan vinnumarkað að norrænni fyrirmynd. Í því sambandi er gott að hafa í huga að á Norðurlöndunum eru samningamódelin langt frá því að vera eins þótt ákveðnir grunnþættir á vinnumarkaði séu sambærilegir. BHM tekur þátt í þessu mikilvæga starfi af metnaði og bindur vonir við að samstaða náist um breytt og bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð á grundvelli efnahagslegs stöðugleika og jafns vaxtar kaupmáttar til langs tíma. Innan slíks kerfis þarf samfélagslegt mikilvægi háskólamenntunar að njóta skilnings og sannmælis. Vert er að benda á að í nágrannalöndum okkar byggir samningalíkanið á náinni samvinnu heildarsamtaka vinnumarkaðarins og stjórnvalda, sem gegna lykilhlutverki í því að viðhalda trausti og samstöðu um það. Breið samstaða á vettvangi verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að innleiða íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Slíkt líkan þarf t.a.m. að þola ríkisstjórnaskipti og mannabreytingar í forystuliði vinnumarkaðarins. Formenn aðildarfélaga BHM hafa vaxandi áhyggjur af stöðu yngsta hópsins innan raða bandalagsins. Kynslóð þeirra sem nú eru á þrítugs- og fertugsaldri ber þungar byrðar á Íslandi eftir-hrunsáranna. Húsnæðis- og lánakjör sliga marga fjölskylduna. Endurgreiðslur námslána nema tæpum mánaðarlaunum ár hvert. Nýsköpun á vinnumarkaði er með minnsta móti og velferðarkerfið þykir ekki lengur sérstök ástæða til búsetu hér á landi. Staðan er í einu orði sagt óviðunandi. Innan BHM eru 28 aðildarfélög háskólamenntaðra sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. 65% félagsmanna eru konur. Hlutfall félagsmanna sem starfa í einkageiranum fer vaxandi. Það er brýnt samfélagslegt verkefni að skapa forsendur fyrir öfluga nýsköpun og metnaðarfulla almannaþjónustu, þannig að háskólamenntað fólk sækist eftir því að lifa og starfa á Íslandi. Þannig er framtíðarhagsmunum samfélagsins alls best þjónað.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun