Táknmál og talnaritun Magnús Guðmundsson skrifar 5. janúar 2016 10:45 Kristín Bjarnadóttir prófessor emeritus. Næstkomandi fimmtudag kl. 16.30 í Öskju verða fluttir tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld og verður þar fjallað um handrit og húsakynni á Sturlungaöld: Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Lærðir rithöfundar á miðöldum notuðu staðlað táknmál til að leiða lesendur á æðri vitsmunastigu, venjulega til að rækta trú þeirra. Lærðir menn á Íslandi kunnu táknmálið og í ýmsum ritum Sturlungaaldar, m.a. í Sturlungu sjálfri, má greina markvissa notkun táknmynda í þessum tilgangi. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkennum og uppruna táknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggðist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Ólafs sögu helga. Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauksbók frá um 1302–1310. Algorismus er þýðing á latnesku skólaljóði, Carmen de Algorismo, eftir Alexander de Villa Dei, franskan námsefnishöfund sem uppi var um 1200. Skýrðar verða reikniaðferðir þær sem settar eru fram í Algorismus og sýnt fram á að þar sé um stærðfræðilega réttar aðferðir að ræða. Enn fremur verða raktar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á uppruna texta Algorismus og rædd tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðeyjarklaustri um eða fyrir miðja 13. öld. Fyrirlestrar Miðaldastofu Háskóla Íslands eru öllum opnir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Næstkomandi fimmtudag kl. 16.30 í Öskju verða fluttir tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld og verður þar fjallað um handrit og húsakynni á Sturlungaöld: Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Lærðir rithöfundar á miðöldum notuðu staðlað táknmál til að leiða lesendur á æðri vitsmunastigu, venjulega til að rækta trú þeirra. Lærðir menn á Íslandi kunnu táknmálið og í ýmsum ritum Sturlungaaldar, m.a. í Sturlungu sjálfri, má greina markvissa notkun táknmynda í þessum tilgangi. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkennum og uppruna táknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggðist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Ólafs sögu helga. Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauksbók frá um 1302–1310. Algorismus er þýðing á latnesku skólaljóði, Carmen de Algorismo, eftir Alexander de Villa Dei, franskan námsefnishöfund sem uppi var um 1200. Skýrðar verða reikniaðferðir þær sem settar eru fram í Algorismus og sýnt fram á að þar sé um stærðfræðilega réttar aðferðir að ræða. Enn fremur verða raktar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á uppruna texta Algorismus og rædd tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðeyjarklaustri um eða fyrir miðja 13. öld. Fyrirlestrar Miðaldastofu Háskóla Íslands eru öllum opnir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira