Lyfjaskandallinn í frjálsum verri en spillingin hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 18:00 Michael Johnson var sigursæll á sínum ferli. Vísir/Getty Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008. FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Sjá meira
Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Sjá meira
Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35
FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00
Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30
Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30
„Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00
Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15
Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30