Besti vinnustaður Bretlands er hjá Jaguar Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 13:52 Í verksmiðjum Jaguar Land Rover. Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent
Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent