Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2016 13:11 Stjórn Rithöfundasambands Íslands skipa Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Andri Snær Magnason meðstjórnandi, Jón Kalman Stefánsson varaformaður, Hallgrímur Helgason meðstjórnandi og Vilborg Davíðsdóttir meðstjórnandi. Vísir Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin. Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin.
Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00