Carlos Sainz með forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:15 Carlos Sainz á 9. dagleið í gær. Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent