Sjálfskaparvíti Kínverja Lars Christensen skrifar 13. janúar 2016 10:00 Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar