Enn tapar GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 16:29 Opel Astra verðlaunuð. Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent