Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. janúar 2016 06:30 Kevin Magnussen snýr aftur í Formúlu 1 eftir eitt ár á hliðarlínunni. Vísir/Getty Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1. Magnussen mun samkvæmt heimildum Autosport skrifa undir samning við Renault liðið á næstu dögum. Nánari upplýsingar um liðsskipan og nafn liðsins og fleira verða veittar á kynningu í París næsta miðvikudag. Talið er að ósætti hafi orðið á milli Renault og PDVSA, ríkisolíufyrirtækis Venesúela, sem hefur lengi verið helsti styrktaraðili Maldonado. Líklega er þó enn hægt að bjarga samningum á milli Renault og PDVSA. Það er þó ólíklegt að svo verði. Renault virðist því hafa leitað til Magnussen. Maldonado endar þá líklega án sætis í Formúlu 1. Hann hefur ekið fimm tímabil, þrjú með Williams liðinu og svo tvö með Lotus liðinu sem Renault var að taka yfir. Enn eru tvö laus sæti hjá Manor liðinu, Magnussen var meðal þeirra sem til greina komu í annað þeirra. Maldonado hefur um 46 milljón dollara styrk á bak við sig, Manor liðið gæti eflaust nýtt sér þá peninga. Hins vegar er óvíst hvort PDVSA vilji halda áfram að setja fé í Formúlu 1. Sérstaklega þegar efnahagur Venesúela er brothættur og olíuverð fer lækkandi. Magnussen ók síðast heilt tímabil fyrir McLaren árið 2014. Dananum var svo skipt út til að búa til pláss fyrir Fernando Alonso. Formúla Tengdar fréttir Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18 Vettel fljótastur á seinni prófunardegi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni degi regndekkjaprófana Pirelli í Frakklandi. 27. janúar 2016 11:30 Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrsta degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag. 25. janúar 2016 20:30 Red Bull: Mjög góðar fréttir frá Renault Jákvæðar raddir heyrast um Renault vél ársins 2016 samkvæmt Jonathan Wheatley, framkvæmdastjóra Red Bull liðsins. 22. janúar 2016 22:45 Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1. Magnussen mun samkvæmt heimildum Autosport skrifa undir samning við Renault liðið á næstu dögum. Nánari upplýsingar um liðsskipan og nafn liðsins og fleira verða veittar á kynningu í París næsta miðvikudag. Talið er að ósætti hafi orðið á milli Renault og PDVSA, ríkisolíufyrirtækis Venesúela, sem hefur lengi verið helsti styrktaraðili Maldonado. Líklega er þó enn hægt að bjarga samningum á milli Renault og PDVSA. Það er þó ólíklegt að svo verði. Renault virðist því hafa leitað til Magnussen. Maldonado endar þá líklega án sætis í Formúlu 1. Hann hefur ekið fimm tímabil, þrjú með Williams liðinu og svo tvö með Lotus liðinu sem Renault var að taka yfir. Enn eru tvö laus sæti hjá Manor liðinu, Magnussen var meðal þeirra sem til greina komu í annað þeirra. Maldonado hefur um 46 milljón dollara styrk á bak við sig, Manor liðið gæti eflaust nýtt sér þá peninga. Hins vegar er óvíst hvort PDVSA vilji halda áfram að setja fé í Formúlu 1. Sérstaklega þegar efnahagur Venesúela er brothættur og olíuverð fer lækkandi. Magnussen ók síðast heilt tímabil fyrir McLaren árið 2014. Dananum var svo skipt út til að búa til pláss fyrir Fernando Alonso.
Formúla Tengdar fréttir Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18 Vettel fljótastur á seinni prófunardegi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni degi regndekkjaprófana Pirelli í Frakklandi. 27. janúar 2016 11:30 Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrsta degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag. 25. janúar 2016 20:30 Red Bull: Mjög góðar fréttir frá Renault Jákvæðar raddir heyrast um Renault vél ársins 2016 samkvæmt Jonathan Wheatley, framkvæmdastjóra Red Bull liðsins. 22. janúar 2016 22:45 Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18
Vettel fljótastur á seinni prófunardegi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni degi regndekkjaprófana Pirelli í Frakklandi. 27. janúar 2016 11:30
Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrsta degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag. 25. janúar 2016 20:30
Red Bull: Mjög góðar fréttir frá Renault Jákvæðar raddir heyrast um Renault vél ársins 2016 samkvæmt Jonathan Wheatley, framkvæmdastjóra Red Bull liðsins. 22. janúar 2016 22:45
Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00