NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:45 Það var gaman hjá Cam Newton og félögum í Carolina Panthers eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn