Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:28 Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason. Stjórnmálavísir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira