Íslensk þjóðmenning í hávegum höfð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar