Er hægt draga úr spillingu? Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:30 Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun