Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:41 Það andar köldu á milli Bubba og Þórunnar Antoníu þessa dagana. vísir/andri marinó Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55
Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00
Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35
Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24