Aka hringinn á smábíl Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:15 Opel Adam Rocks á söndum Suðurlands. Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent