Carolina Panthers liðið á bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann i NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:00 Cam Newton. Vísir/Getty Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira