Hugleiðsla við hljóðbylgjur 6. febrúar 2016 12:00 Biggi Hilmars tónlistarmaður og eiginkona hans María Kjartansdóttir eru meðlimir listahópsins Vinnslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar hefst á sunnudag með hóphugleiðslu við undirspil á hljóðbylgjum. Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samdi hljóðverkið og býður tímaritið Í boði náttúrunnar upp á þessa hugleiðslu í samstarfi við Vinnsluna. „Í hugleiðslunni förum við með þátttakendur í ferðalag. Við munum notast við hljóðverk sem ég er búinn að setja saman úr hljóðbylgjum; nokkrar af helstu hljóðbylgjum sem fyrirfinnast,“ segir Birgir og lýsir áhrifum hljóðbylgja. „Í stuttu máli hafa allar hljóðbylgjur mismunandi áhrif á okkur, tilfinningalega og myndrænt. Til dæmis þegar maður spilar hljóð og er með vatnsbala fyrir framan þá sér maður mismunandi bylgjur í vatninu. Við listahópurinn Vinnslan gerðum tilraun síðastliðið sumar á Jónsvöku á Húsavík þar sem við hugleiddum í heila viku sjálf og fengum fullt af öðrum listamönnum og bæjarbúum með okkur og í kjölfarið skrifuðum við niður þær upplifanir sem komu upp í ferlinu. Það sem okkur fannst áhugavert var hversu margir upplifðu svipaðar sýnir, liti og tilfinningar í hugleiðslunum. Á sunnudaginn viljum við leyfa fólkinu í Reykjavík að fara með okkur í þetta ferðalag og ef fólk vill þá getur það deilt með okkur.“ Í boði náttúrunnar stendur fyrir hátíðinni þriðja árið í röð dagana 7. til 13. febrúar og markar hóphugleiðslan upphaf hennar. thordis@365.is Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar hefst á sunnudag með hóphugleiðslu við undirspil á hljóðbylgjum. Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samdi hljóðverkið og býður tímaritið Í boði náttúrunnar upp á þessa hugleiðslu í samstarfi við Vinnsluna. „Í hugleiðslunni förum við með þátttakendur í ferðalag. Við munum notast við hljóðverk sem ég er búinn að setja saman úr hljóðbylgjum; nokkrar af helstu hljóðbylgjum sem fyrirfinnast,“ segir Birgir og lýsir áhrifum hljóðbylgja. „Í stuttu máli hafa allar hljóðbylgjur mismunandi áhrif á okkur, tilfinningalega og myndrænt. Til dæmis þegar maður spilar hljóð og er með vatnsbala fyrir framan þá sér maður mismunandi bylgjur í vatninu. Við listahópurinn Vinnslan gerðum tilraun síðastliðið sumar á Jónsvöku á Húsavík þar sem við hugleiddum í heila viku sjálf og fengum fullt af öðrum listamönnum og bæjarbúum með okkur og í kjölfarið skrifuðum við niður þær upplifanir sem komu upp í ferlinu. Það sem okkur fannst áhugavert var hversu margir upplifðu svipaðar sýnir, liti og tilfinningar í hugleiðslunum. Á sunnudaginn viljum við leyfa fólkinu í Reykjavík að fara með okkur í þetta ferðalag og ef fólk vill þá getur það deilt með okkur.“ Í boði náttúrunnar stendur fyrir hátíðinni þriðja árið í röð dagana 7. til 13. febrúar og markar hóphugleiðslan upphaf hennar. thordis@365.is
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira