Þingmaður Sjálfstæðisflokk segir Pírata hafa gert stefnumál flokks síns skýr Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2016 09:33 Vilhjálmur segir í Viðskiptablaðinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson. Vísir/Anton „Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent. Stjórnmálavísir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
„Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent.
Stjórnmálavísir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira