Renault Zoe mest seldi rafmagnsbíll Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 14:00 Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Renault Zoe seldist í 18.453 eintökum í Evrópu á síðasta ári og var söluhæsti einstaka rafmagnsbíll álfunnar. Heildarsala Zoe í heiminum öllum var 23.086 og var hann ekki söluhæsti rafmagnsbíll heims þar sem til dæmis Nissan Leaf og Tesla Model S seldust í mun fleiri eintökum. Renault Zoe var langsöluhæsti rafmagnsbíll Frakklands, með 48,1% markaðshlutdeild. Síðasta útgáfa Renault Zoe kemst 240 km á fullri hleðslu og jókst drægni hans um 25 kílómetra frá fyrri gerð bílsins. Renault hefur selt alls 62.228 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Heildarsala rafmagnsbíla í Evrópu á síðasta ári var 97.687 bílar og jókst um 47,8% frá árinu áður. Engu að síður er það aðeins 0,61% af heildarsölu bíla í Evrópu í fyrra. Ef að vöxtur í rafmagnsbílasölu vex jafn hratt á þessu ári og því síðasta má búast við um 145.000 bíla sölu og að rafmagnsbílar nái um 0,9% hlutdeild í heildarsölu. Það er því langt í land að rafmagnsbílar teljist til stórrar hlutdeildar í sölu bíla og það í Evrópu, sem er þó einna móttækilegust fyrir slíkum bílum. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Renault Zoe seldist í 18.453 eintökum í Evrópu á síðasta ári og var söluhæsti einstaka rafmagnsbíll álfunnar. Heildarsala Zoe í heiminum öllum var 23.086 og var hann ekki söluhæsti rafmagnsbíll heims þar sem til dæmis Nissan Leaf og Tesla Model S seldust í mun fleiri eintökum. Renault Zoe var langsöluhæsti rafmagnsbíll Frakklands, með 48,1% markaðshlutdeild. Síðasta útgáfa Renault Zoe kemst 240 km á fullri hleðslu og jókst drægni hans um 25 kílómetra frá fyrri gerð bílsins. Renault hefur selt alls 62.228 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Heildarsala rafmagnsbíla í Evrópu á síðasta ári var 97.687 bílar og jókst um 47,8% frá árinu áður. Engu að síður er það aðeins 0,61% af heildarsölu bíla í Evrópu í fyrra. Ef að vöxtur í rafmagnsbílasölu vex jafn hratt á þessu ári og því síðasta má búast við um 145.000 bíla sölu og að rafmagnsbílar nái um 0,9% hlutdeild í heildarsölu. Það er því langt í land að rafmagnsbílar teljist til stórrar hlutdeildar í sölu bíla og það í Evrópu, sem er þó einna móttækilegust fyrir slíkum bílum.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent