Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun bíleigenda í Bandaríkjunum og Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:16 Höfuðstöðvar Volkswagen. Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent
Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent