Tugir íslenskra fyrirtækja auglýsa eftir sjálfboðaliðum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:45 Skjáskot af auglýsingu af workaway.info. Gistiheimili á Akureyri óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa. Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira