Náttúruölflin í aðalhlutverki á Evrópumótaröð kvenna 16. febrúar 2016 20:30 Ko hafði ríka ástæðu til að brosa á lokaholunni. Getty. Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira