Bera efni á Laugardalsvöllinn sem leysir upp klakann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 06:30 Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður á Lagardalsvellinum, að störfum í gær. Vísir/Vilhelm Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira