Rafmagnsbílar jafn ódýrir árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 10:52 Mengun af völdum bíla mun minnka hröðum skrefum á næstu áratugum. Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent