Flugvél brotlendir á þjóðvegi í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 11:01 Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent
Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent