Nissan lokar Leaf appi vegna tíðra árása Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 10:34 NissanConnect EV appinu hefur verið lokað tímabundið. Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent