Platini harðorður: Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 09:30 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15
Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00
Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30