Ford, Nissan og Benz vilja Bretland áfram í ESB Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 14:10 Bílaframleiðendur vilja áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Nissan og Daimler, eigandi Mercedes Benz bílaframleiðandans hafa líkt og Ford lýst yfir ósk sinni að Bretland haldi áfram veru sinni innan Evrópusambandsins. Vilja fyrirtækin meina að með því verði tryggð störf, viðskipti og lægri kostnaður en ef Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Fyrirtækin vilja stöðugleika fremur en óvissu og telja að mörg störf gætu tapast í breskum bílaiðnaði með brotthvarfi. Nissan er með gríðarmikla starfsemi í Bretlandi og stefnir á meiri fjárfestingar þar en þessi óvissa setji þær í óvissu. Svo virðist sem bílaframleiðendurnir kjósi sem mest samstarf Evrópuríkja og að sem flest ríki Evrópu séu í sambandinu. Í norðausturhluta Bretlands eru framleiddir fleiri bílar en á allri Ítalíu og á mikil velgengni Nissan í Evrópu þar mestan þátt. Nissan framleiddi 475.000 bíla í Bretlandi á síðasta ári og það veitti 40.000 manns vinnu. Nissan flutti 80% þessara bíla til annarra landa og 58% allrar bílaframleiðslu í landinu er flutt út. Því sé mikilvægt fyrir iðnaðinn að gott samstarf sé við aðra markaði og þá helst til annarra Evrópulanda. Kosning í Bretlandi um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, eða brotthvarf fer fram 23. júní næstkomandi. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Nissan og Daimler, eigandi Mercedes Benz bílaframleiðandans hafa líkt og Ford lýst yfir ósk sinni að Bretland haldi áfram veru sinni innan Evrópusambandsins. Vilja fyrirtækin meina að með því verði tryggð störf, viðskipti og lægri kostnaður en ef Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Fyrirtækin vilja stöðugleika fremur en óvissu og telja að mörg störf gætu tapast í breskum bílaiðnaði með brotthvarfi. Nissan er með gríðarmikla starfsemi í Bretlandi og stefnir á meiri fjárfestingar þar en þessi óvissa setji þær í óvissu. Svo virðist sem bílaframleiðendurnir kjósi sem mest samstarf Evrópuríkja og að sem flest ríki Evrópu séu í sambandinu. Í norðausturhluta Bretlands eru framleiddir fleiri bílar en á allri Ítalíu og á mikil velgengni Nissan í Evrópu þar mestan þátt. Nissan framleiddi 475.000 bíla í Bretlandi á síðasta ári og það veitti 40.000 manns vinnu. Nissan flutti 80% þessara bíla til annarra landa og 58% allrar bílaframleiðslu í landinu er flutt út. Því sé mikilvægt fyrir iðnaðinn að gott samstarf sé við aðra markaði og þá helst til annarra Evrópulanda. Kosning í Bretlandi um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, eða brotthvarf fer fram 23. júní næstkomandi.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent