Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 11:15 Birkir eða Bjarnason? vísir/vilhelm „Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira