Bentley hefur fengið 10.000 pantanir í Bentayga jeppann Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 10:42 Bentley Bentayga. Bentley getur nú framleitt 5.500 eintök á ári af rándýra jeppanum Bentayga en hjá fyrirtækinu liggja nú 10.000 pantanir í jeppann. Hann er dýrasti jeppi heims. Upphaflega var meiningin að framleiða aðeins 3.600 slíka bíla á ári, en Bentley varð að auka við framleiðsluna vegna þessarar miklu eftirspurnar og þar á bæ er nú verið að íhuga hvernig auka megi enn við. Þessi bíll er ekki ódýr og kostar um 200.000 evrur, eða 28,3 milljónir á meginlandi Evrópu en nóg virðist vera af efnuðum kaupendum sem ólmir vilja jeppann. Bentley framleiðir hann í Crewe í Bretlandi og þar verður unnið allan sólarhringinn við smíði hans. Sala á bílum sem kosta á bilinu 125.000 til 250.000 evrur nam 93.554 bílum í heiminum öllum á síðasta ári en því er spáð að sú tala fari í 111.000 árið 2020 sökum mikillar fjölgunar mjög efnaðs fólks í heiminum, ekki síst í Kína. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent
Bentley getur nú framleitt 5.500 eintök á ári af rándýra jeppanum Bentayga en hjá fyrirtækinu liggja nú 10.000 pantanir í jeppann. Hann er dýrasti jeppi heims. Upphaflega var meiningin að framleiða aðeins 3.600 slíka bíla á ári, en Bentley varð að auka við framleiðsluna vegna þessarar miklu eftirspurnar og þar á bæ er nú verið að íhuga hvernig auka megi enn við. Þessi bíll er ekki ódýr og kostar um 200.000 evrur, eða 28,3 milljónir á meginlandi Evrópu en nóg virðist vera af efnuðum kaupendum sem ólmir vilja jeppann. Bentley framleiðir hann í Crewe í Bretlandi og þar verður unnið allan sólarhringinn við smíði hans. Sala á bílum sem kosta á bilinu 125.000 til 250.000 evrur nam 93.554 bílum í heiminum öllum á síðasta ári en því er spáð að sú tala fari í 111.000 árið 2020 sökum mikillar fjölgunar mjög efnaðs fólks í heiminum, ekki síst í Kína.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent