Mikilvægi hins leiðinlega María Elísabet Bragadóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun