Ástralska lögreglan á brjáluðum Benz AMG GLE 63 S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 14:56 Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe í lögreglubúningi. Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent