Hekla innkallar Passat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 14:54 Volkswagen Passat. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent