Benz pallbíll kynntur í París í haust Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 14:40 Endanlegt útlit pallbíls Mercedes Benz verður eitthvað nærri þessu. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent