Vilja varðveita söguna við Laugaveg Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 21:00 Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?