„Framar okkar björtustu vonum” Birta Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 19:45 Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira